05.11.2007 10:27

Uppskeruhátíð Þyts

 Knapar ársins í 1.flokki, áhugamannafl og ungmennaflokki.

Uppskeruhátíðin var síðasta laugardagskvöld og var hún auðvitað mjög góð skemmtun, maturinn var fínn, skemmtiatriðin mjög skemmtileg að vanda og hljómsveitin Dalton spilaði svo fyrir dansi og ég efa að það hafi verið jafn fjörug og hávær hljómsveit á hestamannaárshátíð.
Veittar voru viðurkenningar fyrir knapa ársins í ungmennaflokki, áhugamannaflokki og 1. flokki. Í ungmennaflokki var knapi ársins Fanney Dögg Indriðadóttir, í áhugamannaflokki var knapi ársins Sigríður Lárusdóttir og í 1. flokki var það Svavar Örn Hreiðarsson.
Á árinu áttum við líka 4 íslandsmeistara, Fanney Dögg var íslandsmeistari í tölti ungmenna, Sonja Líndal var íslandsmeistari í fimi A2, Ísólfur Líndal var íslandsmeistari í fjórgangsgreinum í opnum flokki og Svavar Örn var íslandsmeistari í gæðingaskeiði í opnum flokki.
Komnar nokkrar myndir inn á myndasíðuna.
Flettingar í dag: 1074
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 938963
Samtals gestir: 49514
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:36:53