12.02.2008 13:14

Frétt frá LH

Í lok starfsársins - stiklað á stóru

Æskulýðsnefnd LH fór yfir þær starfsskýrslur sem borist höfðu frá æskulýðsnefndum hestamannafélaganna, alls 19 skýrslur. Við val á handhafa æskulýðsbikars LH er horft til þess fjölbreytta starfs sem félögin hafa í boði fyrir börn, unglinga og ungmenni í sínu félagi. Ljóst er að mikið og gott starf á sviði æskulýðsmála var unnið hjá þeim félögunum sem sendu inn skýrslur og ánægjulegt að sjá hversu mikill metnaður er í starfinu. Margar skýrslurnar eru faglega unnar og á skilmerkilegan hátt sagt frá því hvað er um að vera í félaginu fyrir æskuna.Valið var erfitt í ár því eins og áður sagði er mikið og fjölbreytt starf í félögunum. Það voru þó 4 skýrslur sem stóðu uppúr að okkar mati. Það voru skýrslur frá hestamannafélögunum Dreyra, Mána, Smára og Þyt. Niðurstaða valsins var sú að Æskulýðsnefnd LH lagði til að hestamannafélagið Máni í Keflavík hlyti Æskulýðsbikar LH fyrir árið 2007 fyrir metnaðarfullt starf og fjölbreytta dagskrá í æskulýðsmálum.


Innilega til hamingju með tilnefninguna æskulýðsnefnd Þyts. Frábært líka að heyra hvað það mættu margir á fundinn á laugardaginn og við sjáum fram á ennþá betra og skemmtilegra starf á þessu ári.

Stjórnin

Flettingar í dag: 4389
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 962
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 970916
Samtals gestir: 50685
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:52:30