12.03.2008 22:09

Frá Æskulýðsnefndinni...

Kæru foreldra/forráðamenn.


Nú eru æfingar hafnar á fullu hjá börnum og unglingunum hjá Þyt fyrir sýningar, það er hjá öllum hópum og er gaman að sjá hvað við erum mörg og gengur vel.


Æfingar hafa farið fram í nýju Reiðhöllinni í hesthúsahverfinu fyrir ofan Hvammstanga en hún er ekki tilbúin en við höfum laumast inn í hana til að æfa. Nú erum við hætt æfingum í reiðhöllinni og notum reiðgerðin í hesthúsahverfinu á Hvammstanga, einnig þurfum við að fara á Blönduós í Reiðhöllina þar og æfa. Við hlökkum mikið til þegar reiðhöllin okkar verður tilbúin og sjáum hvað þetta starf allt verður léttara þegar aðstaðan er komin en þangað til verðum við að æfa úti (muna að klæða sig vel).
Við reynum að skipuleggja æfingatíma eitthvað fram í tímann en það getur verið erfitt vegna ýmissa aðstæðna. Við biðjum alla að fylgjast vel með því hvenær æfingar eru í hverjum hóp, við reynum að hafa æfingar á svipuðum tímum fyrir hópana þar sem systkini eru í sitthvorum hópnum og þurfa að koma lengra að.


Farið verður á sýninguna á Blönduósi með þessi atriði, hún er föstudaginn 28. mars 2008, nánari tímsetningu vantar(auglýst síðar). Einnig ætlum við á sýninguna Æskan og hesturinn á Sauðárkróki þann 3. maí 2008.


Forsvarmenn fyrir yngri hópa eru Alla, sími 868-8080 og Tóta sími 869-0353.


Forsvarmenn fyrir eldri hóp er Kristín í síma 893-2553 og Halldór Sig. sími 894-7440.


Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar endilega hafið samband.


Við viljum vekja athygli á því að börnin og unglingarnir eru á ábyrgð foreldra bæði á æfingum og á sýningum sem farið er á.


Æskulýðsnefnd Þyts.

Flettingar í dag: 2390
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 963218
Samtals gestir: 50328
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:18:04