03.04.2008 22:33

YOUTH CUP 2008

Brunnadern í Sviss (sama stað og heimsmeistaramótið verður 2009).


Dagana 12.-20. júlí verður haldið YOUTH CUP í Brunnadern í Sviss.
Ísland sendir 8 fulltrúa á mótið, frekari upplýsingar veita æskulýðsfulltrúar hestamannafélagsins. 


Það sem þarf að koma fram í umsókninni er nafn knapa, heimilisfang, símanúmer og aldur ásamt upplýsingum um hestamannafélag og keppnisreynslu. Einnig þarf að koma fram enskukunnátta og svo þurfa 2 meðmælendur að skrifa nokkrar línur um viðkomandi. Meðmælendurnir mega ekki vera foreldrar umsækjanda.


Kostnaður vegna þátttöku í mótinu er 620 evrur auk kostnaðar við kaup á flugmiða. Innifalið í kostnaðinum er gisting, fæði, kennsla, hesthúspláss og skráningargjöld fyrir keppendur. Aukagreiðslur eru hugsanlega fyrir flutning á hrossi á mótsstað, leiga á reiðtygjum og dýralækniskostnaður.


Landssamband hestamannafélaga sér alfarið um að útvega keppnishrossin nema ef að þátttakandi hefur aðgang að hrossi þá er það bara hið besta mál og endilega láta það þá koma fram í umsókninni.


Skila þarf inn umsókn til Landssambands hestamannafélaga til og með 7. apríl hvort heldur sem er á tölvupósti: lhsolla@isi.is - símbréfi 5144031 - eða bréfleiðis til okkar að Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 3695659
Samtals gestir: 447702
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 00:23:14