27.04.2008 20:10

Frá Æskulýðsnefndinni

 

Hér koma smá fréttir yfir það sem hefur verið í gangi hjá okkur sem af er vetrar.  25 börn hafa verið í reiðþjálfun/námskeiði sem byrjaði í mars og verður fram í maí, Þórir Ísólfsson og Herdís Einarsdóttir hafa séð um þjálfunina sem hefur gengið mjög vel. Sýning var á Blönduósi þann 28 mars sl. og fórum við þangað með þrjú sýningaratriði. Við erum mjög stolt af okkar þátttakendum sem öll stóðu sig mjög vel, enda var búið að leggja mjög hart að sér við æfingar sem voru úti hér og þar í hinum ýmsu veðrum. En  nú erum við að æfa á fullu fyrir sýninguna Æskan og hesturinn sem verður á Sauðárkróki 3. maí  2008. Við höfum verið með æfingarnar í nýju Reiðhöllinni á Hvammstanga sem er mjög mikil breyting á aðstöðu hjá okkur, hún er ekki alveg búin en það er búið að loka henni og setja innan á veggina sem sjálfboðaliðar unnu hörðum höndum að til að við gætum haft æfingar þar fyrir sýninguna, takk,takk  þetta er alveg æðislegt! Það eru 27 börn og unglingar sem fara á sýninguna á Sauðárkróki. Foreldrar hafa saumað  og hannað búninga og fengum við aðstöðu hjá Sauma og prjónastofunni  KIDKA hjá þeim Kidda og Irenu og þökkum við þeim kærlega fyrir mjög góða aðstöðu. Sparisjóður Keflavíkur á Hvammstanga styrkir okkur til þessarar ferðar. Hann hefur stutt vel við bakið á æskulýðsstarfinu og þökkum við honum kærlega fyrir því það er kostnaðarsamt að fara á svona sýningu, flutningur á hestum, gisting ofl. Undirbúningur gengur mjög vel, allir leggja sig fram, börn, unglingar, foreldrar og forráðamenn að allt gangi upp því það er margt sem fylgir því að fara á svona sýningu. En við gerum meira en að æfa. Við fórum í útreiðatúr eftir æfingu á miðvikudaginn sl. (23.apríl 08). Haldið var fram að Syðri-Völlum til þeirra Pálma og Ingunnar. Ferðin gekk mjög vel, fóru  um 30  börn, unglingar,  foreldrar og ömmur ríðandi. Hestarnir voru allir settir inn í hesthús á Syðri-Völlum  meðan  við stoppuðum. Fengum við  afnot af aðstöðunni þar sem kleinum og djús voru gerð góð skil, farið var í einn leik, hlaup í skarðið sem var mikið fjör. Síðan var lagt á og haldið af stað heim og gekk ferðin mjög vel. Við viljum þakka þeim Pálma og Ingunni kærlega fyrir góðar móttökur. En áfram halda æfingarnar fyrir sýninguna og verða þær eins og hér segir:

Næstu æfingar verða:                                                                          Mánudaginn  28 apríl kl. 17:00 æfing í búningum.

Þriðjudaginn 29 apríl kl. 17:00 (æfing í búningum)

Miðvikudaginn 30 apríl kl.17:00, Senjoritur mæti kl.17:00, aðrir kl.17:30, stutt æfing og farið í leiki eftir æfingu.

Æfingar fara fram í Reiðhöllinni á Hvammstanga.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Æskulýðsnefnd Þyts                                                     

skellti inn nokkrum myndum frá starfinu í myndaalbúm                   

Flettingar í dag: 1329
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939218
Samtals gestir: 49514
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:04:04