02.11.2008 17:43

Uppskeruhátíð Þyts og hrossaræktarsamtaka V-Hún

 Knapar ársins 2008

Jæja þá er uppskeruhátíðin afstaðin þetta árið. Það var mjög þétt og mikil dagskrá og var henni ekki lokið fyrr en um eitt og hófst þá dansleikur með GHG og Ingibjörgu. Hátíðin var auðvitað mjög skemmtileg, um matinn sá Þórhallur M Sverrisson og fékk mikið lof fyrir. Veislustjórar voru Slimmi og Mjói (Kjartan og Stebbi) og þeir voru svo sannarlega flottir, skemmtiatriðin voru frábær, Haddý alveg stórkostleg í sínu hlutverki eða eins og hún segir sjálf þá fer hún alltaf yfir strikiðemoticon  Skemmtinefndin stóð sig því rosalega vel eins og vanalega!!!
Viðurkenningar veittar fyrir knapa ársins í þrem flokkum og þá voru verðlaun veitt af Hrossaræktarsamtökunum fyrir efstu hross í öllum flokkum.
Knapi ársins í unglingaflokki er Aðalheiður Einarsdóttir, knapi ársins í ungmennaflokki er Helga Una Björnsdóttir og knapi ársins í flokki fullorðinna er Ísólfur L Þórisson.
Æskulýðsnefndin fékk viðurkenningu fyrir störf sín og frábæran árangur á árinu en Æskulýðsnefnd Þyts hlaut Æskulýðsbikar LH eins og áður hefur komið fram. Tryggvi Rúnar fékk viðurkenningu fyrir frábært starf í þágu félagsins og Tryggvi Björnsson sem var í 2. sæti í vali á knapa ársins, fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á landsmótinu (skemmtinefndin kaus hann einnig best klædda Þytsfélagannemoticon )

Verðlaunaafhending hrossaræktarsamtakanna var eftirfarandi:

4 vetra stóðhestar:

Kufl frá Grafarkoti, aðaleink. 7,85
5 vetra stóðhestar:
Ræll frá Gauksmýri, aðaleink. 7,99
Ábóti frá Síðu, aðaleink. 7,82
6 vetra stóðhestar:
Grettir frá Grafarkoti, aðaleink. 8,07
7 vetra og eldri stóðhestar:
Vökull frá Síðu, aðaleink. 8,16
Þrymur frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 7,94
4 vetra hryssur:
Saga frá Þóreyjarnúpi, aðaleink. 7,94
Rödd frá Gauksmýri, aðaleink. 7,85
Vinsæl frá Halakoti, aðaleink. 7,82
5 vetra hryssur:
Líf frá Syðri-Völlum, aðaleink. 8,28
Dröfn frá Síðu, aðaleink. 8,00
Skinna frá Grafarkoti, aðaleink. 7,95
6 vetra hryssur:
Huldumey frá Grafarkoti, aðaleink. 8,33
Birta frá Efri-Fitjum, aðaleink. 8,03
Gulltoppa frá Syðsta-Ósi, aðaleink. 8,02
7 vetra og eldri hryssur:
Erla frá Gauksmýri, aðaleink. 8,23
Rán frá Lækjamóti, aðaleink. 8,22
Rödd frá Lækjamóti, aðaleink. 8,06


Ræktunarbú ársins 2008 er GRAFARKOT

Komnar myndir inn í myndaalbúmið.

Flettingar í dag: 3129
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 960714
Samtals gestir: 50269
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:18:56