19.12.2008 11:38

Það eru að koma jól...

Það eru að koma jól og því flestir að fara að taka hrossin sín inn og auðvitað sumir löngu búnir að því. EN... Hvammstangahöllin er ekki ennþá tilbúin til notkunar en það eru búnir að vera nokkrir MJÖG duglegir aðilar sem hafa mætt í sjálfboðavinnu upp í höll undanfarnar vikur og unnið þar gott verk. Veggurinn sem skilur að áhorfendur og reiðsvæðið er langt kominn en það verður áframhaldandi vinna í dag eftir kl. 16.00 og næstu daga. Upplýsingar um vinnuna er hægt að fá hjá Tryggva í síma 660-5825 og hjá Kjartani í síma 897-9300.
Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 3695259
Samtals gestir: 447658
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 10:07:41