09.02.2009 21:46

Frá Æskulýðsnefnd

Fundur Æskulýðsnefndar 28 janúar  2009.

Fyrsti fundur Æskulýðsnefndar var haldinn  í Félagshúsi okkar í Kirkjuhvammi  þann 28. janúar 2009, fjölmennt var á fundinum þar sem starfið 2009 var kynnt.

Stefnt er að því að byrja reiðþjálfun 10 febrúar nk. sem fram fer í Reiðhöllinni á Hvammstanga, alls verða þetta 8 hópar og hver hópur fær tíma einu sinni í viku og mun reiðþjálfunin vera fram í maí. Þórir Ísólfsson mun sjá um að þjálfa krakkana í vetur. Þjálfunin mun kosta 7.000,-  á barn og viljum við minna á að

                frístundakortin gilda í þessu sem öðrum tómstundum.

Einnig munum við bjóða krökkum á leikskólaaldrinum uppá kennslu,þau verða þó ekkinema annan hvern laugardagsmorgun en það þarf að skrá þau sem ætla að vera með.

Einnig var kynnt Grunnskólamót sem við í samstarfi við Skagfirðinga og Blönduósinga munum halda. Alls eru þetta fimm grunnskólar sem munu keppi á þessu móti, það er grunnskólinn á Sauðárkróki, Hofsósi,Varmahlíð, Blönduós og Húnaþing vestra. Fyrsta mótið verður haldið á Sauðárkróki og verður það 28 mars nk., hér í Húnaþingi vestra 4 apríl og á Blönduósi 18 apríl, þetta mót verður betur kynnt og allar reglur í kringum það þegar nær dregur. Þetta er mjög spennandi mót og verður mikil reynsla fyrir krakkana að taka þátt í þessu ef þau kjósa það.

Farið verður á Æskuna og hesturinn sem haldinn verður 2 mai á Akureyri, nánar verður farið út í þá umræðu þegar nær dregur.

Okkur langar líka að hafa sýningu hér heima áður en skundað verður á Akureyri og lagðist það vel í fólk.

Einnig verður stundaskrá sett inn á heimasíðuna okkar með viðburðum hjá okkur en ekki er allt komið þar inn enn, en það verður sett inn á jafn óðum og eitthvað er ákveðið t.d. æfingar fyrir sýningar, reiðtúr, leikjadagur með þrautum og einnig aðrir viðburðir. 

Bent var á að gott væri að senda tölvupóst á foreldra ef eitthvað nýtt kemur inná heimasíðuna varðandi starfið og ætlum við okkur að reyna að gera okkar besta í því.

Að lokum viljum við minna fólk á að ef þið hafið einhverjar hugmyndir varðandi sýningaratriði eða búninga endilega koma þeim til okkar og ef þið vitið af einhverjum sem vilja vera með þá er betra að hafa samband sem fyrst.

Og enn og aftur ítrekum við, að börnin og unglingarnir eru á ábyrgð foreldra bæði á æfingum og á sýningum sem farið er á.

Við þökkum öllum fyrir góðan fund og hlökkum til  að sjá ykkur sem flest með okkur.

Núna ættu allir að vera búnir að fá upplýsingar um sýna hópa í reiðþjálfun þannig endilega látið heyra frá ykkur ef svo er ekki.

Kveðja Æskulýðsnefndin. 
Flettingar í dag: 1170
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 961998
Samtals gestir: 50304
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:50:36