15.02.2009 22:44

Liðakeppnin heldur áfram

Eftir fund í kvöld hjá mótanefnd var ákveðið að halda næsta mót á Blönduósi og var sú ákvörðun tekin í samráði við liðstjóra liðanna. Keppt verður í fimmgangi í 1. og 2. flokki og í tölti í barna og unglingaflokki og verður mótið föstudaginn 27. febrúar nk.
Skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þriðjudagsins 24. febrúar og senda skal skráningu á
kolbruni@simnet.is

Reglur mótaraðarinnar er svo hægt að sjá hér á heimasíðunni í frétt síðan 13.01.2009. Gott að kynna sér þær vel.

Einnig eru komnar dagsetningar fyrir 2 næstu mót:

Smalinn verður föstudaginn 20. mars í Hvammstangahöllinni
Fjórgangur verður föstudaginn 3. apríl í Hvammstangahöllinni


Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar
Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704417
Samtals gestir: 447852
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 14:26:53