22.02.2009 20:50

Frá æskulýðsnefnd

Grímuglens 2009

Þá er komið að grímuglensinu hjá okkur. Laugardaginn 28. febrúar næstkomandi verður haldinn grímglens í reiðhöllinni okkar. Gleðin mun standa frá kl. 11.00-14.00. Gaman væri ef allir gætu mætt í búningum, þó verður að hafa í huga að hestarnar geta auðveldlega hræðst. Farið verður í leiki á hestum og boðið verður upp á grillmat. Ef tími leyfir munum við setja upp smalabraut (svipuð og verður á grunnskólamótinu) svona öllum til skemmtunar.

Vonumst til að sjá sem flesta börn, unglinga, foreldrar og forráðamenn.

Yngstu knaparnir okkar mæta auðvitað fyrst á sínum tíma kl.10.30 og klára sinn tíma.

Kveðja

Æskulýðsnefnd Þyts

Svo viljum minna á að börn og unglingar eru á ábyrgð foreldra og forráðamanna.


settum líka inn 2 ný albúm af myndum bæði frá fyrsta tíma hjá Þórir með yngsta hópinn sinn og svo líka frá fyrsta laugardagstímanum okkar. endilega ef þið eigið myndir úr reiðþjálfuninni endilega látið okkur vita í nefndinni eða sendið póst á sigurbjorg.thorunn@gmail.com

Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704368
Samtals gestir: 447849
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 13:17:55