02.05.2009 19:05

Fréttir frá Akureyri

Jæja ég ákvað að skella inn smá frétt um daginn í dag.
Sýningin Æskan og hesturinn var að klárast núna rétt áðan og áttum við STÓRAN hóp af börnum þar. Það er ekki hægt að segja annað en að krakkarnir okkar hafi staðið sig eins og HETJUR og megum við vera MJÖG STOLT af þeim.... Eins og vanalega voru þau okkar félagi til mikilla sóma og þarf maður sko ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fara með svona stóran hóp því allir vinna svo vel saman og hjálpast mikið af. Einnig langar mig til að þakka foreldrum og forráðamönnum innilega fyrir alla hjálpina, án ykkar væri þetta ekki hægt, og það var rosalega gaman að sjá hvað við áttum mikið af fólki í stúkunni :)
TAKK fyrir frábæra ferð allir bæði börn sem og fullorðnir þetta var frábært.

ég skelli svo inn myndum um leið og snúran og myndavélin komast í hús :)
Flettingar í dag: 373
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 394
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 3706339
Samtals gestir: 448336
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 20:35:43