08.05.2009 12:15

Breytingar á lögum 2008-2009

 

Samantekt á helstu lagabreytingum á milli áranna 2008 og 2009. 1. 
Í gæðingakeppni er börnum, unglingum og ungmennum nú heimilt að mæta með fleiri en einn hest í forkeppni en skal velja hest til að ríða í úrslitum.    Keppanda er einnig einungis heimilt að vera með einn hest inni á Landsmóti skv nánari útlistun í lögum og reglum.  Sjá grein 7.7.2.

2.       Séu tveir hestar jafnir í gæðingaskeiði að einkunn raðast sá hestur ofar sem er með betri tíma.  Þetta átti einungis við um efsta sætið en á núna líka við um sæti neðar.

3.       Sé hestur dæmdur úr leik skal hann raðast í úrslitum eftir þeim einkunnum sem hann hefur fengið fram að því.  Þetta hefur verið útfært svona en er nú áréttað betur í lögum.

4.       Tími nefnda til að skila inn tillögum fyrir Landsþing hefur verið styttur.

5.       Samningar um Landsmót skulu vera frágengnir og undirritaðir minnst þremur árum fyrir næsta mót.

6.       Í gæðingaskeiði skal tími lesinn upp áður en einkunn fyrir niðurhægingu er lesinn upp.  Dómara gefst þannig tækifæri til að átta sig á hraða keppanda áður en hann gefur einkunn fyrir niðurhægingu.

7.       Á Íslandsmóti fullorðinna verður nú einungis keppt í einum flokki þar sem keppt verður eftir reglum meistaraflokks.  Keppnisnefnd gefur út lágmörk, sem ekki skulu vera of ströng á hverju ári.  Þau hafa verið gefin út fyrir þetta ár og eru einum heilum lægri en mörk til meistaraflokks.  Einkunnir frá fyrra ári gilda einnig. 

8.       Missi hestur skeifu í keppni skal hann hægja niður á fet og feta það sem eftir er af keppninni.  Þ.e. hann er ekki dæmdur skilyrðislaust úr keppni en skal hægja niður.

9.       Breyting á úrslitum í A flokki, þar er tekið út ákvæði um að hestur skuli sýna brokk minnst tvær langhliðar heilar.  Þessi setning hljómar nú svo, Sýna skal brokk allt að tveim hringjum til hvorrar handar.

10.   Breyting á Worldranking mótum.  Þar þurfa 5 dómarar að dæma hringvallargreinar, sem er ekki nýtt.  Þar af þurfa 2 að vera alþjóðlegir dómarar og þar af annar að vera búsettur erlendis.

Hann má vera af hvaða þjóðerni sem er en þarf að hafa fasta búsetu í öðru landi.  Einnig þarf að skila niðurstöðum mótsins með IS númeri hestanna þar sem niðurstöður eiga að færast inn í Worldfeng.

Þetta er einungis gróf samantekt og vísast í lög og reglur LH, útgáfu 2009-1.

Kv

Keppnisnefnd

heimild: www.hestafrettir.is  

Flettingar í dag: 911
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 969
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 956996
Samtals gestir: 50130
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 15:28:24