25.05.2009 08:29

Hefur stundað tamningar í hálfa öld 

Flestir sem eitthvað þekkja til hestamennsku kannast við Reyni Aðalsteinsson tamningamann og reiðkennara, sem oft er kenndur við Sigmundarstaði í Hálsasveit, þar sem hann bjó lengi. Reynir er nú starfandi kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands og býr á Hvanneyri yfir vetrartímann en á sumrin dvelur hann norður í Húnavatnssýslu á Syðri Völlum.

Reynir hefur stundað tamningar í hartnær hálfa öld, fór kornungur að temja hross austur í sveitum, raunar áður en það tíðkaðist að mönnum væri greitt fyrir að temja. Undanfarin ár hefur hann enn á ný rutt brautina og kennir nú á nýrri námsbraut á Hvanneyri sem nefnd er Reiðmaðurinn. Það er að hluta til fjarnám ætlað bændum og öðru áhugafólki um tamningar og þjálfun en verklegi hlutinn fer fram á Mið Fossum. Blaðamaður Skessuhorns leit við í hestamiðstöðinni síðastliðinn föstudag og fékk að fræðast um búta úr lífshlaupi tamningamannsins og þjálfarans Reynis Aðalsteinssonar. Ítarlegt viðtal við kappann birtist í Skessuhorni sem kom út í síðustu viku.

www.hestafrettir.is
Flettingar í dag: 337
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 394
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 3706303
Samtals gestir: 448332
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 20:03:34