01.06.2009 23:43

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót

Gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir fjórðungsmót verður haldið laugardaginn 13.júní og sunnudaginn 14.júní á félagssvæði Þyts. Mótið hefst kl.10:00 báða dagana.

Keppt verður í tölti opinn flokkur, B-flokkur, 2.flokkur, A- flokkur, 2 flokkur , ungmennaflokkur(fædd 1991-1988), unglingaflokkur(fædd 1995-1992), barnaflokkur( börn fædd 1996 og yngri) og pollaflokkur( 9 ára og yngri), einnig verður opið tölt fyrir 17 ára og yngri.

Tekið verður á móti skráningum miðvikudaginn 10.júní og fimmtudaginn 11.júní, hægt er að senda mail á hoo11@hi.is eða hringja í síma 822-3848(Hjördís Ósk). Fram verður að koma IS númer hests, nafn knapa og flokkur. Ítrekað er að EKKI verður tekið á móti skráningum eftir fimmtudaginn 11.júní!

Skráningargjöld verða 2000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1500 fyrir aðra skráningu og 1000 kr eftir það. Pollar, börn og unglingar borga 800 kr.


Félagsmenn þurfa að hafa greitt félagsgjald til að geta keppt.

Mótanefnd

 

 

 

Flettingar í dag: 48
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 283
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 3787561
Samtals gestir: 458133
Tölur uppfærðar: 17.2.2020 01:18:18