02.06.2009 08:40

Tveir stóðhestar úr V-Húnavatnssýslu hlutu góðan dóm á héraðssýningu á Sauðárkróki 26.-29.maí.

Það er gaman þegar hrossaræktendur uppskera árangur erfiðis sín og vel gengur. Tveir stóðhestar úr V-Húnavatnssýslu hlutu háan dóm á héraðsýningu á Sauðárkróki í vikunni.

 

Grettir frá Grafarkoti var sýndur í flokki 7 vetra stóðhesta og hlaut 8,23 í aðaleinkunn. Grettir hefur sjaldan verið betri og brást ekki vonum knapa síns og annars eiganda sem var fimmtug sama dag og yfirlitsýningin var þann 29.maí. Geri aðrar konur betur og má Hedda vera stolt sem bara yngist með árunum. Grettir hlaut fjórar 9 fyrir hæfileika fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt. Grettir er klárhestur og því skeiðlaus, því er þetta geysigóður árangur.

Fyrir sköpulag fékk Grettit 8,18 og fyrir hæfileika 8,26

Grettir er undan Óttu frá Grafarkoti og Dyn frá Hvammi.

Eigendur og rækendur eru Indriði og Herdís í Grafarkoti.

 

Ræll frá Gauksmýri stóð efstur í flokki  stóðhesta 6 vetra og hlaut í aðaleinkunn 8.27.  Hlaut hann 8.5 fyrir  tölt, brokk, skeið og fegurð í reið og 9,0 fyrir vilja og geðslag. Ræll er viljugur  og rúmur alhliða gæðingur með jafnar allar gangtegundir. Fyrir byggingu hlaut Ræll 7.93 og þar af var hæsta einkunn 9.0 fyrir bak og lend. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.50.

Ræll erundan Galsa frá Sauðárkróki og Rögg frá Skógum.

Eigendur og ræktendur eru Jóhann og Sigríður á Gauksmýri.

 

Báðir þessir stóðhestar eru þar með komnir með fararleyfi á Fjórðungsmót á Kaldármelum. Eftir það verða þeir til afnota hjá eigendum og er um að gera hjá hryssueigendum að tryggja sé pláss hið fyrsta.

Flettingar í dag: 396
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704520
Samtals gestir: 447877
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 20:36:59