14.09.2009 08:31

Akkur frá Brautarholti

Gæðingurinn Akkur frá Brautarholti var felldur eftir að hafa veikst alvarlega miðvikudaginn 2. september. Þrátt fyrir skjót og góð viðbrögð dýralækna sem gerðu allt til að reyna bjarga hestinum var ekki annað hægt en að fella þennan mikla höfðingja. Leit þetta ágætlega út fyrst um sinn enn þar sem honum hrakaði mjög síðustu daga var þessi ákvörðun tekin.

Viljum við þakka þeim Gesti Júlíussyni og Björgvini Þórissyni dýralæknum ásamt Helga Leif og Örnu fyrir umönnunina á hestinum síðustu daga.


 

Tryggvi segir á heimasíðu sinni www.hrima.is að það sé mjög sorglegt að horfa á eftir þessum mikla höfðingja þar sem hann hefur veitt honum mikla og góða kennslu og árangur frá því að þeir eignuðust hann í mars 2007.
 
Akkur hefur hlotið í kynbótadóm 8,23 fyrir sköpulag, 8,80 fyrir hæfileika og 8,57 í aðaleinkun
Sigurvegari í B. flokk hjá Þyt 2007 og 2009
Sigraði B. flokk á Ístölti Austurlands 2008
Þriðja sæti í B. flokk á Landsmóti 2008
Í úrslitum í B. flokk á Metamóti hjá Andvara 2007 og 2008
Fjórða sæti í B. flokk á FM 2009

Blessuð sé minning hans.

//hrima.is/

Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 291
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880241
Samtals gestir: 470101
Tölur uppfærðar: 29.5.2020 18:52:34