01.11.2009 00:41

Uppskeruhátíð  Hrossaræktarsamtaka V-Hún

og Hestamannafélagsins Þyts 2009


Hátíð í heimabyggðVerður haldin laugardagskvöldið 7.nóvember

 í Félagsheimilinu á Hvammstanga.

Matur, gleði og gaman.

Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30

 en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.


Matseldin verður að hætti Kalla kokks Örvarssonar.


Matseðill


Forréttur

Hvítvínsbætt villisveppa súpa með nýbökuðu brauði


Aðalréttur

Svínahamborgarhryggur

Lambasteik

Kartöflugratín, salöt og sósur


Veislustjóri, já það er nú það. 


Einhver sagði að Steinbjörn Tryggvason myndi slá um sig á flyvende svenska.


Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 451-2465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 4. nóvember.

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 5.900 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 3000 kr.


Enginn posi á staðnum!


Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2009 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún.


Stóra Ásgeirsá ~ Síða ~ Syðri Vellir ~Gauksmýri ~ Grafarkot

           


Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun .

Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman.


Athugið

Einstakt tækifæri til að sjá þessa frábæru skemmtinefnd að störfum.


Svo framarlega sem þú átt lausan dag, gaufastu til að láta sjá þig


Sjáumst nefndin.Tryggvi Björnsson, við hlökkum sérstaklega til að sjá þig!

Flettingar í dag: 206
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 2240
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 3797923
Samtals gestir: 459186
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 11:43:02