03.12.2009 14:40

Hýruspor

Hýruspor, samtök um hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra, sem stofnuð voru í janúar sl. hafa nú opnað heimasíðu www.icehorse.is. Þar er m.a. að finna flokka yfir þá þjónustu sem meðlimirnir Hýruspors bjóða upp á. Hýruspor eru samtök sem ætla sér stóra hluti í framtíðinni til að efla hestatengda þjónustu á Norðurlandi vestra með samtakamætti sínum.

Jón Þór Bjarnason á Sauðárkróki hefur starfað fyrir samtökin og er heimasíðan m.a. afrakstur þeirrar vinnu. Þá hafa samtökin ráðið Halldór Þorvaldsson til að vinna að markaðstarfi o.fl.


Stjórn Hýruspors skipa: Páll Dagbjartsson Varmahlíð formaður, Jón Gíslason Hofi gjaldkeri, Jóhann Albertsson Gauksmýri ritari og meðstjórnendur eru Hjörtur Karl Einarsson Blönduósi og Arna Björk Bjarnadóttir Ásgeirsbrekku.

Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704396
Samtals gestir: 447852
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 13:52:40