11.12.2009 12:23

Frá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands

 Á dagskrá okkar er komið járninganámskeið, í samvinnu við Hestamannafélagið Þyt, dagsett 9.-10. janúar 2010.
Búið er að opna fyrir skráningar - takið eftir að hámarksfjöldi er 10!
 
Járningar og hófhirðing
Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.
Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld. Einnig er boðið upp á að þátttakendur komu með eigin hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.
 
Kennsla: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi.
v      Tími: Lau. 9. jan.  kl 10:00-18:00 og sun. 10. jan. kl. 9:00-16:00  (19,5 kennslustundir) í Sveitasetrinu Gauksmýri.
Verð: 22.900
Skráning: endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5200 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Sendið kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is
 
Minnum á Starfsmenntasjóð bænda (www.bondi.is)
Flettingar í dag: 1467
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939356
Samtals gestir: 49514
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:47:36