14.12.2009 18:42

Hrókeringarnar halda áfram...

Ég, Indriði Karlsson liðsstjóri 2Good, liðs 2, vaknaði upp frá dvala eftir fréttina um óvæntan liðsstyrks liðs 1. Núna þyrfti ég að gera eitthvað til að styrkja hið fámenna en góða lið mitt. Ég áttaði mig svo á því hvað gera skyldi þegar ég keyrði niður afleggjarann að ættaróðalinu mínu Kollsá sl helgi og beint á móti mér hinum megin við fjörðinn blasti það við,  BESSASTAÐIR. Ég hringdi í Jóa sem var ekki lengi að samþykkja öll rök mín um að koma til liðs við mæ tím (my team fyrir lengra komna í enskunni). Jóhann B Magnússon og fjölskylda eru gengin til liðs við lið 2. Bessastaðafjölskyldan mun styrkja það sem upp á vantaði í liðið og mun Jói að eigin sögn mæta enn sterkari í SMALANN en í fyrra.

Nóg af yfirlýsingum í bili


Indriði Karlsson
Liðsstjóri 1 í liði 2

Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704368
Samtals gestir: 447849
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 13:17:55