22.12.2009 11:58

Hvar er draumurinn?? Hann er hjá Draumaliðinu!

Nú höldum við áfram að kynna til leiks nýja leikmenn sem skrifað hafa undir samning við Draumaliðið. Slegist hefur verið um sæti í liðinu en enþá eru nokkur laus pláss.  Allir áhugasamir hafi samband við liðstjóra sem er í þessum töluðu að skrifa jólakort og horfir björtum augum til komandi tíðar.

Draumaliðið kynnir til leiks og bíður um leið velkomna til liðsins, þau....


 Björn Einarsson

 Birna Tryggvadóttir

 Agnar Þór Magnússon

 Kolbrún Grétarsdóttir

Þessi óvænti og skemmtilegi liðstyrkur okkar kemur vonandi til með að auka heldur á spennuna sem hefur myndast og glæða keppnina en meira lífi en síðasta ár.  Ljóst þykir að keppnin verður hörð og því um að gera að vera með allar klær úti.


Um leið vill liðstjóri óska öllum liðsmönnum sínum

sem og velunnurum liðsins gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. 

Með þökk fyrir síðasta ár og tilhlökkun til verkefna vetursins.

Hátíðarkveðja

Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir

Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704368
Samtals gestir: 447849
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 13:17:55