18.02.2010 08:54

KS - deildin úrslit fjórgangur


Verðlaunahafar í A úrslitum

Í gærkvöldi var  ein alsterkasta fjórgangskeppni sem haldin hefur verið í Svaðastaðahöllinni.  Hart var barist í A og B úrslitum og hrossin á heimsmælikvarða. Margt var um manninn í höllinni og skemmtu sér vel yfir frábærri keppni. Úrslitin eru eftirfarandi
A úrslit:
1. Mette Manseth og Happadís frá Stangarholti                      7.87
2. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum                      7.83
3. Bjarni Jónasson og Komma frá Garði                                  7.63
4. Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti                            7.37
5. Ísólfur Líndal Þórisson og Sindri frá Leysingjarst 2           7.17
6. Þórarinn Eymundsson og Fylkir frá Þingeyrum                      7.13

B úrslit:
Upp í A úrslit Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti              7.33
7. Sölvi Sigurðarson og Nanna frá Halldórsstöðum                   7.23
8. Magnús Bragi  Magnússon og Farsæll frá Íbishóli                  7.20
9. Líney María Hjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík                   6.80


Lýsingar Einars Reynissonar á úrslitunum hér að neðan:

Góð stemmning var á pöllunum og var Þorsteinn Björnsson með sérstaklega öfluga stuðningssveit Hólanema en því miður var það ekki nóg til að hjálpa honum inn í úrslit. Einungis fjórir hestar voru í B-úrslitum vegna þess að Þórarinn og Ísólfur voru jafnir í fjórða og fimmta sæti og fóru þeir því báðir beint í A-úrslit. Líney og Þytur enduðu í níunda sæti og Magnús og Farsæll höfnuðu í áttunda sæti eftir sérlega kröftuga og skemmtilega sýningu í forkeppni. Sölvi og Elvar börðust svo um sæti í A-úrslitum. Þeir skiptust á að ná forystunni og voru svo hnífjafnir fyrir yfirferðina þar sem Elvar hafði að lokum sigur eftir mjög góða sýningu og átti hann eftir klífa töfluna frekar.

A-úrslitin voru ekki síður spennandi. Þórarinn og Fylkir höfnuðu í sjötta sæti, Ísólfur og Sindri urðu fimmtu en Sindri var ekki alltaf sérlega sáttur þegar hann fór framhjá áhorfendastúkunni. Elvar og Mön komust upp í fjórða sæti og Bjarni og Komma náðu þriðja sætinu en það gæti verið að þetta keppnisfyrirkomulag henti Kommu síður en Gæðingakeppni. Ólafur og Mette börðust svo um sigurinn og hafði Mette betur með sáralitlum mun. Ólafur og Gáski áttu stórgóða sýningu og fengu hæstu einkunn fyrir hægt tölt, brokk og yfirferðartölt en Mette og Happadís voru aldrei langt undan og höfðu sigurinn með yfirburða stökksýningu.     

VIDEO

Flettingar í dag: 3129
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 960714
Samtals gestir: 50269
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 23:18:56