26.02.2010 11:17

Forsala aðgöngumiða hafin á LM 2010



- 20-25% afsláttur -


Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní - 4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur  leiddur í gegnum ferlið skref fyrir skref.

Frábær vildarkjör eru í boði fyrir félaga í aðildarfélögum Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtökum Íslands og verulegur afsláttur veittur sé miði keyptur í forsölu. Afsláttur af fullu miðaverði í forsölu er allt að 25% og að auki fá félagar í LH og Bí 25% afslátt. Með þessu móti er hægt að lækka verð á vikupassa um þúsundir króna. Hver félagi í LH og BÍ getur keypt 5 miða að hámarki á vildarkjörum.

Unnt er að kaupa vikupassa og helgarpassa í forsölu. Lægra gjald er greitt fyrir unglinga 14 - 17 ára og ekkert fyrir börn 13 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa stúkusæti og hjólhýsastæði með aðgangi að rafmagni í forsölu. Með því að kaupa miða fyrirfram er hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn.

Forsölunni lýkur 1.maí 2010 og eftir það hækkar miðaverð. Hver miði sem keyptur er í forsölu gildir einnig sem miði í happdrættispotti  Landsmóts og samstarfsaðila. Um hver mánaðarmót verður dregið um veglega vinninga, sem eru til að mynda tveir vikupassar á Landsmót, leikhúsmiðar fyrir tvo í boði VÍS, beisli og DVD diskar frá versluninni LÍFLAND.

Flettingar í dag: 1170
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 961998
Samtals gestir: 50304
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:50:36