23.03.2010 12:05

Stóðhestaveisla 2010

Forsala aðgöngumiða á STÓÐHESTAVEISLU 2010 hófst í morgun, en sýningin fer fram í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 3. apríl nk. kl. 14. Forsalan fer fram í Ástund í Reykjavík, Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og verslun Fóðurblöndunnar á Hvolsvelli. Miðaverð er kr. 3.000 og er innifalið í því veglegt stóðhestablað þar sem allir hestarnir á sýningunni eru kynntir ásamt mörgum fleirum.

Alls munu 28 hestar koma fram á sýningunni, blanda af yngri og eldri hestum, þar af sumir með afkvæmum. Einnig mun sérstakur heiðurshestur koma fram og verður hann kynntur til leiks síðar í vikunni, en þar er um stórkanónu að ræða!

Í fyrra var uppselt á sýninguna í forsölu og stefnir í að svo verði einnig í ár enda mikil stemming fyrir veislunni. Því er rétt að benda áhugasömu hrossaræktarfólki að tryggja sér miða í tíma svo það missi ekki af páskaveislu í Rangárhöllinni.
 
Þeir hestar sem koma fram á sýningunni eru:

  • Arður frá Brautarholti
  • Aron frá Strandarhöfði
  • Álfur frá Selfossi
  • Álmur frá Skjálg
  • Bjarkar frá Blesastöðum
  • Bruni frá Skjólbrekku
  • Borði frá Fellskoti
  • Fláki frá Blesastöðum
  • Frosti frá Efri-Rauðalæk
  • Fursti frá Stóra-Hofi
  • Gangster frá Sperðli
  • Glymur frá Flekkudal
  • Héðinn frá Feti
  • Hruni frá Breiðumörk
  • Húmvar frá Hamrahóli
  • Ketill frá Kvistum
  • Klængur frá Skálakoti
  • Máttur frá Leirubakka
  • Mídas frá Kaldbak
  • Ómur frá Kvistum
  • Óskar frá Blesastöðum
  • Rammi frá Búlandi
  • Spói frá Hrólfsstaðahelli
  • Stígandi frá Stóra-Hofi
  • Styrkur frá Votmúla
  • Vígar frá Skarði
  • Þokki frá Hofi 1
  • Þytur frá Neðra-Seli

www.hestafrettir.is

Flettingar í dag: 667
Gestir í dag: 199
Flettingar í gær: 527
Gestir í gær: 204
Samtals flettingar: 4110844
Samtals gestir: 496367
Tölur uppfærðar: 3.12.2020 09:43:14