28.04.2010 14:23

Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna - breytt dagsetning

Ákveðið hefur verið að færa Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna sem átti að vera dagana 5.-8. ágúst aftur um eina viku og verður það því 12.-15. ágúst. Ástæða þessa er beiðni frá Landssambandi Hestamanna (LH) þar sem Norðurlandamótið í hestaíþróttum er dagana 4.-8 ágúst og hefði því skarast á við Íslandsmótið. 

Þess má geta að hætt var við að halda Unglistarhátíðina eldur í Húnaþingi á sama tíma og Íslandsmótið þannig að þessi breyting hefur engin áhrif á þá hátíð. Sú ákvörðun hafði einnig áhrif á að hestamannafélagið Þytur varð við þessari beiðni LH.

Íslandsmótið verður því haldið dagana 12.-15. ágúst á félagssvæði hestamanna á Hvammstanga.


Stjórn Þyts

Flettingar í dag: 313
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 406
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 3694732
Samtals gestir: 447544
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 17:30:43