09.06.2010 22:29

Að loknum félagsfundi


Í kvöld var haldinn almennur félagsfundur þar sem farið var yfir mót sumarsins og annað félagsstarf. Gaman að sjá hvað félagar tóku vel undir það að gera Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna að góðu móti. Allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess.

Helstu niðurstöður fundarins:

11.-12. júlí - stefnt er að því að halda Gæðingamót Þyts
16.-18. júlí - Þytsferð (nánar auglýst síðar)
24. júlí - Firmakeppni Þyts ( á sama tíma og Unglist, e. fjölskylduhátíði )
7. ágúst - Kvennareið
12.-15. ágúst Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna
21.-22. ágúst Íþróttamót Þyts

Vinna við Íslandsmót:
Allir þeir sem sjá sér fært að vinna við Íslandsmótið endilega hafið samband sem fyrst og ef þið hafið einhver óskaverkefni. Skipt hefur verið upp í ákveðna vinnuhópa og vantar fólk í  td veitingasölu, hliðvörslu, umferð til og frá velli, fótaskoðun, þulastarf, ritara, finna styrktaraðila ofl. Endilega hafið samband við Kollu í síma 863-7786 mail: kolbruni@simnet.is , Halldór í síma 891-6930 mail: dorifusa@gmail.com , Sigrúnu í síma 660-5826 mail: sigrun@skvh.is eða Þórdísi í síma 867-3346 mail: thordishelga@torg.is og/eða hjá formönnum nefnda.

Mótstjóri verður Herdís Einarsdóttir s. 848-8320
Veitinganefnd: Jónína Sigurðardóttir s. 895-2564, Halldóra Tryggvadóttir og Laura Ann
Mannvirkjanefnd: Tryggvi Rúnar Hauksson s. 660-5825, Pétur Guðbjörnsson og Unnsteinn Óskar Andrésson
Umsjónarmaður keppnishrossa: Steinbjörn Tryggvason s. 893-5070

Tjaldsvæðið í Kirkjuhvammi verður með tilboð fyrir mótsgesti Íslandsmóts. Verð 3.000 per mann vikupassi eða 1.500 per mann helgarpassi. Útilegukortið gildir ekki þessa viku. Nánari upplýsingar hjá Erlu í síma 899-0008

Flettingar í dag: 1797
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939686
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:36:09