03.07.2010 21:14

Blysfari frá Fremra-hálsi

Blysfari frá Fremra-Hálsi gerði það gott á kynbótasýningunni á Vindheimamelum sem kláraðist nú í dag. Blysfari er skrefmikill og hágengur 5 vetra alhliðahestur og fór í 8.31 í aðaleinkunn. Blysfari er undan Arði frá Brautarholti og 1.verðlauna hryssunni Frigg frá Fremra-Hálsi. Blysfari er hæst dæmda afkvæmi Arðs enn sem komið er. Ræktandi og eigandi Blysfara er Jón Benjamínsson. Geðslagið er frábært og hreyfingarnar einstakar.
 

 


Blysfari veriður í hólfi á Lækjamóti það sem eftir lifir sumars. ATH! FOLATOLLURINN ER FRÍR FYRIR 1.VERÐLAUNA HRYSSUR! - eins og pláss leyfir. Fyrir 1.verðlauna hryssur kostar 25 þúsund með vsk. Innifalið í því er hagagjald og ein sónarskoðun. Fyrir aðrar hryssur kostar folatollurinn 70 þúsund með hagagöngu og einni sónarskoðun plús vsk. Athugið að 1.verðlauna hryssur ganga fyrir.

Tekið verður á móti hryssum þriðjudaginn 6. júlí, eða eftir samkomulagi. Hesturinn verður settur í miðvikudaginn 7. júlí. Hægt verður að bæta við hryssum hjá Blysfara í sumar, eftir samkomulagi.

Upplýsingar og pantanir á laekjamot@laekjamot.is eða hjá Friðriki í síma 899-7222 eða Sonju í síma 866-8786


IS-2005.1.25-038 Blysfari frá Fremra-Hálsi

Aðaleinkunn: 8,31



Sköpulag: 8,11

Kostir: 8,45


Höfuð: 7,5
   2) Skarpt/þurrt   H) Smá augu   K) Slök eyrnastaða  

Háls/herðar/bógar: 8,0
   5) Mjúkur   7) Háar herðar   D) Djúpur  

Bak og lend: 8,0
   8) Góð baklína  

Samræmi: 8,5
   4) Fótahátt   5) Sívalvaxið  

Fótagerð: 7,5
   6) Þurrir fætur   J) Snoðnir fætur  

Réttleiki: 7,5
   Afturfætur: 1) Réttir  
   Framfætur: D) Fléttar  

Hófar: 9,0
   1) Djúpir   4) Þykkir hælar   7) Hvelfdur botn  

Prúðleiki: 8,5

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   4) Mikið framgrip  

Brokk: 9,0
   4) Skrefmikið   5) Há fótlyfta  

Skeið: 8,0
   4) Mikil fótahreyfing  

Stökk: 8,5
   2) Teygjugott   4) Hátt  

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni   5) Vakandi  

Fegurð í reið: 8,5
   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,0
   1) Taktgott  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,0


 

 

 

Flettingar í dag: 1062
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 936390
Samtals gestir: 49492
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:54:17