31.03.2011 13:23

Stóðhestaveisla á Svaðastöðum

Stóðhestaveisla verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki annað kvöld, föstudaginn 1. apríl kl. 20. Þar munu rúmlega 30 stóðhestar koma fram í fjölbreyttum atriðum, sumir með afkvæmum og aðrir einir.

Meðal þeirra sem koma fram eru hrossaræktendur ársins á Syðri-Gegnishólum sem mæta munu með þá Gandálf frá Selfossi og Brimni frá Ketilsstöðum, auk þess sem ein helsta stjarna stóðhestaveislunnar á Suðurlandi í fyrra, Fláki frá Blesastöðum, mun mæta ásamt systur sinni ofurhryssunni Ölfu.

Hestakosturinn er fjölbreyttur, frumsýndir folar í bland við eldri og reyndar hesta. Meðal þeirra sem koma fram er hið magnaða par Auður Karen sex ára og Friðrik X á sjöunda vetur. Myndband af þeim hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima undanfarið þar sem Auður, þá fimm ára, ríður stóðhestinum í íslensku hvassviðri. Samband knapa og hests er einstakt og ótrúlegt að sjá þessa pínulitlu stelpu stjórna hreyfingastórum og kraftmiklum stóðhesti eins og ekkert sé. Spennandi verður að sjá þetta flotta par í eigin persónu.

Heiðursverðlaunahesturinn Kjarval frá Sauðárkróki verður heiðraður á sýningunni, en hann er enn við góða heilsu tæplega þrítugur og mun mæta í Svaðastaðahöllina. Forsala á sýninguna er í fullum gangi á stöðvum N1 í Staðarskála, á Blönduósi, á Sauðárkróki og á Akureyri.  

Eftirtaldir hestar munu koma fram:
Kjarval frá Sauðárkróki, heiðurshestur
Hágangur frá Narfastöðum m/afkv
Blær frá Torfunesi m/afkv
Gammur frá Steinnesi m/afkv
Ársæll frá Hemlu
Þröstur frá Hvammi
Stáli frá Ytri-Bægisá
Bjarkar frá Blesastöðum
Álmur frá Skjálg
Hnokki frá Dýrfinnustöðum
Kafteinn frá Kommu
Stimpill frá Vatni
Friðrik X frá V-Leirárgörðum
Magni frá Sauðanesi
Háttur frá Þúfum
Hnokki frá Þúfum
Laufi frá Syðra-Skörðugili
Vestri frá Borgarnesi
Askur frá Hjaltastöðum
Þyrill frá Djúpadal
Trymbill frá Stóra-Ási
Tenór frá Stóra-Ási
Óskasteinn frá Íbishóli
Vafi fra Ysta-Mó
Stjörnustæll frá Dalvík
Gandálfur frá Selfossi
Brimnir frá Ketilsstöðum
Baugur frá Tunguhálsi ll
Ódeseifur frá Möðrufelli
Öngull frá Efri-Rauðalæk
Símon frá Efri-Rauðalæk
Blær frá Hesti
Tristan frá Árgerði
Eldjárn frá Ytri-Brennihóli
Fláki frá Blesastöðum

Sams konar sýning verður svo haldin í Ölfushöllinni laugardaginn 9. apríl nk. Kynning á þeim hestum sem þar koma fram hefst eftir helgi, sem og forsala aðgöngumiða.

www.hestabladid.is

Flettingar í dag: 1200
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939089
Samtals gestir: 49514
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:21:01