18.05.2011 18:18

Reiðmaðurinn

Endurmenntun LbhÍ vill koma því á framfæri að nú fer að styttast í að umsóknarfrestur renni út fyrir allt nám innan Landbúnaðarháskólans, þar með talið Reiðmanninn sem í boði verður á Hvammstanga haustið 2011-2013.  Hægt er að lesa sér til um námið á heimasíðu skólans www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn. Þar má finna í undirskjölum allt um námið, þær kröfur sem gerðar eru varðandi hross, reiðtýgi, tölvuþekkingu og fleira ásamt upplýsingum um verð og umsóknareyðublað. Við hvetjum ykkur eindregið til að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá sem geta haft áhuga þannig að þær fari ekki fram hjá neinum í nágrenni þínu.

 

Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson, Þorvaldur Kristjánsson, o.fl..

Aðalkennari við verklega kennslu á Hvammstanga verður Þórir Ísólfsson reiðkennari á Lækjamóti og umsjón með bóklegri kennslu verður Gunnar Reynisson.

 

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Helga - endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.

 

Umsóknafrestur er til 4. júní 2011

 

www.lbhi.is/namskeid

Flettingar í dag: 607
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 3552873
Samtals gestir: 437258
Tölur uppfærðar: 22.8.2019 22:07:54