16.10.2011 23:05

Miðasala hafin á Landsmót 2012


Miðasala Landsmóts 2012, sem fer fram í Reykjavík dagana 25.júní til 1.júlí, er nú hafin. Miðasala fer fram á heimasíðu Landsmóts www.landsmot.is
Félagar innan Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtaka Íslands fá 20% afslátt af miðaverði í forsölu til 15.maí.
Auk þess fá N1 korthafar 1000 kr. afslátt af miðaverði. Hestamenn geta með notkun N1 kortsins styrkt sitt hestamannafélag en af hverjum seldum eldsneytislítra rennur hálf króna til hestamannafélagsins.

Að auki verður hægt að versla Reykjavíkurpassa en sá passi veitir frían aðgang í strætó, á ýmis söfn og í sundlaugar Reykjavíkurborgar, á meðan móti stendur.
Í kjölfar þess að miðasala hefur nú hafist fer Landsmót af stað með svokallaðan jólaleik en allir seldir miðar fram til jóla fara sjálfkrafa í happdrættispott sem dregið verður úr á Þorláksmessu. Vinningarnir eru ekki af verri endanum en meðal þess sem í boði er eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, inneign hjá N1, gjafabréf í Kringluna, leikhúsmiðar, Mountain horse úlpa, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum landsmótsmiðum.

Sjáumst á Landsmóti!

Flettingar í dag: 643
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 958228
Samtals gestir: 50191
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 06:32:24