29.10.2011 15:59

Uppskeruhátíð barna og unglinga

Í dag var haldin uppskeruhátíð barna og unglinga hjá hestamannafélaginu Þyti. Þar var farið yfir starf ársins, sem var að venju mikið og skemmtilegt, m.a. haldin þrettándagleði, æskulýðssýning í Þytsheimum, farið með sýningar á Æskan og hesturinn á Sauðárkróki, verið með reiðþjálfun í þremur aldursflokkum og síðast en ekki síst æfðir fimleikar á hesti. Alls voru 60 börn sem tóku þátt í starfinu, mörg hver voru í fleiri en einu atriði hjá félaginu. Auk þessa voru ýmis mót, m.a. Grunnskólamót sem æskulýðsnefndir hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra standa að, mörg af krökkunum tóku þátt í Sparisjóðsliðakeppni Þyts og svo félagsmótum. Þrjú börn og þrír unglingar fóru á Landsmót og komst eitt þeirra í A-úrslit í barnaflokki.
Knapi ársins í barnaflokki var Viktor Jóhannes Kristófersson:


Knapi ársins í unglingaflokki var Helga Rún Jóhannsdóttir. Hún var ekki á hátíðinni, frekar en fjölmörg af unglingunum, en þau voru á Selfossi á Æskulýðsmóti þjóðkirkjunnar. Hér er mynd af henni í sigurspretti í skeiði á einu Grunnskólamótinu í vetur, á hestinum Hvirfli frá Bessastöðum.


Viðurkenningar voru veittar fyrir þátttöku í starfinu í vetur og fylgja hér myndir af krökkunum. Það vantar nokkur af þeim, eins og gengur og gerist þá geta sjaldnast allir mætt. Landsbankinn og Sjóvá styrktu okkur til að geta veitt viðurkenningarnar og þökkum við kærlega fyrir það.

Hér er mynd af iðkendum sex ára og yngri eða fulltrúum þeirra. Þau voru 13 í allt.


Hér er mynd af iðkendum í hópi 7 til 10 ára, þau voru 19 í allt.


Hér er loks mynd af elsta hópnum 11 til 16 ára. Þau voru 28 í allt.

Flettingar í dag: 379
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 540
Gestir í gær: 111
Samtals flettingar: 3694392
Samtals gestir: 447471
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 23:22:14