30.10.2011 13:39

Uppskeruhátíð Þyts og Hrossaræktarsamtaka Vestur Húnavatnssýslu

Í gærkvöldi var uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur - Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts. Veittar voru viðurkenningar fyrir 3 stigahæstu hross í öllum flokkum, ræktunarbú ársins og hæst dæmda hryssan og hæst dæmdi stóðhesturinn á árinu fengu farandbikara, af Hrossaræktarsamtökunum og síðan fengu stigahæstu knapar sínar viðurkenningar.

Stigahæsti knapi ársins 2011 er Tryggvi Björnsson.




Stigahæsti knapi ársins í 2. flokk er Vigdís Gunnarsdóttir.




Stigahæsti knapi í ungmennaflokki er Jónína Lilja Pálmadóttir





Stigahæstu knapar - Tryggvi - Vigdís - Jónína


RÆKTUNARBÚ ÁRSINS 2011 ER GRAFARKOT




4. vetra hryssur:

3. sæti - Diljá frá Höfðabakka, Ræktendur og eigendur eru Sigrún Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson. Diljá hlaut í aðaleinkunn 7,70. Sýnandi var Ísólfur Líndal
2 sæti er Kría frá Syðra- kolugili, Ræktandi og eigandi er Malin Maria Persson, Kría hlaut í aðaleinkunn 7,73. Sýnandi var Pálmi Geir Ríkharðsson
1. sæti er Logadís frá Múla, Ræktandi og eigandi er Guðrún Bjarnadóttir, Logadís hlaut í aðaleinkunn 7,86. Sýnandi Jóhann Birgir Magnússon.

4 vetra stóðhestar:
tveir jafnir en eru skyldir að á aukastöfum.
2. sæti er Bikar frá Syðri - Reykjum, Ræktandi er Helga Una Björnsdóttir og hún er einnig eigandi ásamt takthestum ehf. Bikar hlaut 7,90 í aðaleinkunn þar af 9,5 fyrir hægt stökk. Sýnandi Helga Una Björnsdóttir
1. sæti er Morgunroði frá Gauksmýri, Ræktandi og eigandi er Sigríður Lárusdóttir. Morgunroði hlaut 7,90 í aðaleinkunn þar af 9,0 fyrir hófa. Sýnandi Ísólfur Líndal

5. vetra hryssur:

3. sæti í flokki 5 vetra hryssna er Hera frá Bessastöðum, ræktendur og eigendur eru Jóhann Birgir Magnússon ásamt fleirum. Hera hlaut í aðaleinkunn 8,04. Sýnandi Jóhann Birgir Magnússon
2. sæti er Unun frá Vatnshömrun með aðaleinkunn upp á 8,20. Sýnandi Jóhann Birgir Magnússon
1. sæti er Sæla frá Þóreyjarnúpi, ræktandi og eigandi eru Þóreyjarnúpshestar ehf. Sæla hlaut 8,23 í aðaleinkunn þar af 9,0 fyrir háls herðar og bóga, skeið og vilja og geðslag. Sýnandi Gísli Gíslason

5. vetra stóhestar:
3. sæti í 5 vetra flokki stóðhesta er Stúdent frá Gauksmýri. Eigandi og ræktandi er Sigríður Lárusdóttir. Stúdent hlaut í aðaleinkunn 8,01 þar ber hæst 9,0 fyrir bak og lend og hófa. Sýnandi Ísólfur Líndal
2. sæti er Sveipur frá Miðhópi, ræktandi er Ólöf Inga Sigurbjartsdóttir en eigandi er Þorgeir Jóhannesson. Sveipur hlítur í aðaleinkunn 8,19 þar af 9,0 fyrir fótagerð, Hófa, tölt, brokk og vilja og geðslag. Sýnandi Tryggvi Björnsson
1. sæti er Eldfari frá Stóru Ásgeirsá, ræktandi og eigandi er Elías Guðmundsson, Eldfari hlaut 8,33 í aðaleinkunn þar ber hæst 9,0 fyrir hófa og vilja og geðslag, og frábæra einkunn fyrir skeið uppá 9,5. Sýnandi Árni Björn Pálsson.

6. vetra hryssur:
3. sæti hjá hryssunum er Hula frá Efri - Fitjum, ræktendur eru Gréta Brimrún Karlsdóttir og Guðmundur Skarphéðinsson, þau er einnig eigendur ásamt Gunnari Þorgeirssyni, Hula hlítur í aðaleinkunn 8,17. Sýnandi var Tryggvi Björnsson
2. sæti er Kara frá Grafarkoti, Ræktendur eru herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en Herdís á hryssuna, Kara hlaut í aðaleinkunn 8,23, þar ber hæst 9,0 fyrir háls herðar og bóga og samræmi. Sýnandi var Bjarni Jónasson
1. sæti er Birta frá Sauðadalsá, ræktandi er Baldur Heimisson en eigendur er Gestud Sunneholt. Birta hlítur í aðaleinkunn 8,28, Þar af 9,0 fyrir háls herðar og bóga, Samræmi, Brokk, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet og hægt stökk. Sýnandi var Artemisia Bertus.

6 vetra stóðhestar:
2. sæti er Hlekkur frá Lækjamóti, ræktandi hans er Þórir Ísólfsson en eigendi er Karlakórinn Hlekkur, Hlekkur hlaut í aðaleinkunn 7,88 þar af 9,0 fyrir hægt stökk. Sýnandi var Elvar Eler Einarsson
1. sæti er Rammur frá Höfðabakka, ræktendur og eigendur eru Sigrún Þórðardóttir og Sverrir Sigurðsson, Rammur hlaut í aðaleinkunn 7,89, þar af hlítur hann 9,0 fyrir skeið. Sýnandi var Sigurður Sigurðarson.

7 vetra og eldri hryssur:

3. sæti hjá hryssunum er Hugsýn frá Þóreyjarnúpi, ræktandi er Þóreyjarnúpshestar ehf en eigandi er Jóhann Birgir Magnússon. Hugsýn hlaut í aðaleinkunn 8,06. Þar af 9,0 fyrir skeið. Sýnandi var Jóhann Birgir Magnússon.
2. sæti er Ríma frá Efri-Þverá Ræktandi er Halldór Pétur Sigurðsson en eigendur eru Arnar Grétarsson og Guðrún Gunnarsdóttir, Ríma hlaut í aðaleinkunn 8,09 þar af 9,0 fyrir vilja og geðslag. Sýnandi var Þorbjörn Hreinn Matthíasson.
1. sæti er Skinna frá Grafarkoti, ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en eigandi er Kathrin Love. Skinna hlaut í aðaleinkunn 8,33 þar ber hæst 9,0 fyrir skeið og vilja og geðslag. Sýnandi Mette Mannseth

7 vetra og eldri stóðhestar:

3. sæti er Nemi frá Grafarkoti, ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en eigandi er Hulda Kolbeinsdóttir, Nemi hlaut í aðaleinkunn 8,06 þar af hlítur hann 9,0 fyrir tölt, stökk og vilja og geðslag. Sýnandi Guðmundur Björgvinsson
2. sæti er Kaleikur frá Grafarkoti, ræktendur eru Herdís Einarsdóttir og Indriði Karlsson en Herdís er eigandi, Kaleikur hlítur í aðaleinkunn 8,10. Sýnandi var Tryggvi Björnsson
1. sæti er Kraftur frá Efri - Þverá, ræktandi er Halldór Svansson en eigandi er Fítonskraftur ehf. Kraftur hlaut í aðaleinkunn 8,28 þar ber hæst 9,0 fyrir brokk og hægt stökk. Sýnandi Ísólfur Líndal

Hæðst dæmda hryssan er Skinna frá Grafarkoti og hæðst dæmdi stóðhesturinn er Eldfari frá Stóru Ásgeirsá.

Eftir allar verðlaunaafhendingar voru skemmtiatriði þar sem skemmtinefnd Þyts fór á kostum eins og vanalega. Geirmundur lék svo fyrir dansi.

Nokkrar myndir af herlegheitunum sem Sigga í Víðidalstungu tók eru komnar inn í myndaalbúmið hérna á síðunni.



Flettingar í dag: 1885
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939774
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:57:20