02.12.2011 17:52

Kort í höllina frá 1. des 2011 - 10.sept 2012

Búið er að taka upp gólfið í höllinni og slétta það, höllin er því opin fyrir þá sem vilja nýta sér hana. Vinsamlegast hafið samband við Ragnar í síma 869-1727 upp á lykla þar sem ekki er komin á hefðbundin rútína umsjónarmanna. 

3. des verður höllin lokuð fyrir korthafa þar sem nýju ljósin verða sett upp í höllina og verður gaman að sjá hvað lýsingin mun breytast. Ef einhverjir sjá sér fært að aðstoða þá væri það vel þegið. Einnig verða 3. des verslanirnar Kidka og Knapinn Borgarnesi með kynningu og sölu á vörum sínum í Þytsheimum frá kl. 13:00 - 19:00. Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni og dagatal hestamannafélagsins til sölu frá kl. 13:00 - 16:00 .

Notið ykkur þetta tækifæri til að versla í heimabyggð.     Heitt á könnunni :)

Hægt er að kaupa kort í höllina núna sem gildir frá 1. desember 2011 til 10. september 2012. Gjald Þytsfélaga er 20.000.- og má greiða inn á 1105-05-403351 kt. 550180-0499. Þar sem samningur var gerður við Sláturhúsið um leigu á höllinni þegar hún er lítið notuð hefur stjórn Þytsheima ákveðið að halda gjaldskránni óbreyttri þriðja árið í röð. Frekari upplýsingar hjá Ragnari í síma 869-1727.

Notendur þurfa að kveikja og slökkva ljós, hreinsa eftir sig í skemmunni og ganga rosalega vel um. Einnig þurfa umsjónaraðilar hverrar viku að sjá um að stúkurnar séu í góðu standi. Korthafar þurfa að sjá um að opna húsið og loka því einhvern tímann á tímabilinu. Tímabilinu verður skipt á milli korthafa og kemur í ljós hvað það kaupa margir kort hversu marga daga hver korthafi þarf að sjá um höllina.

Ef skipulögð dagskrá eins og mót eða sýningar eru í reiðhöllinni þá getur þessi tími minnkað sem korthafar hafa fyrir sig.

Reykingar eru bannaðar og hundar eru ekki leyfðir í Reiðhöllinni - vinsamlega takið tillit til þess.

Verðskrá vegna notkunar í Þytsheima er eftirfarandi:

Kort fyrir meðlimi Þyts                                         20.000 kr
Kort fyrir aðra                                                      25.000 kr
Dagpassi                                                              2.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 14-16:30 og 20-24:00      5.000 kr
Einkatími-klukkutími milli 9-14 virka daga                3.000 kr
Einkatími-klukkutími um helgar                               5.000 kr
Einnig er hægt að leigja, sal, eldhús og kaffiaðstöðu og hljóðkerfi og þarf að borga fyrir það aukalega.
Ekki er opið fyrir einkatíma á milli klukkan 16:30-20:00 á virkum dögum.

Stéttarfélagið Samstaða endurgreiðir 50% af íþróttakortum en þó að hámarki 8.000 kr á hvern félagsmann á hverju 12 mánaða tímibili. Einnig eru mörg önnur stéttarfélög að bjóða félagsmönnum sínum einhvers konar endurgreiðslu og því um að gera fyrir alla að kanna sinn rétt

Stjórn Þytsheima


Flettingar í dag: 2476
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 963304
Samtals gestir: 50328
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:08:16