16.01.2012 22:20

Tjarnartölt

 


Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda  sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn sunnudaginn 22. janúar nk og hefst mótið kl 14:00 ( athugið breytta dagsetningu vegna söngvarakeppni Grunnskólans) Ef færi leyfir ekki að halda mótið á Gauksmýrartjörninni þá mun mótið verða flutt á völlinn á Gauksmýri.


Keppt verður í tölti í 3 flokkum:

1.  1.flokki

2.  2.flokki

3.  Barna og unglingaflokki.

5 keppendur í úrslit i öllum flokkum.

Skráning hjá Jóhanni  á netfangið jalberts@gauksmyri.is  eða Kolbrúnu Stellu á netfangið kolbruni@simnet.is.  Skrá þarf fyrir föstudaginn 20.jan , hægt að hafa þetta opið til sunnudagsmorguns. Engin skráningargjöld. Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992

Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.

Allir að mæta og taka þátt í fyrsta móti ársins og hafa gaman saman.

Ef fella þarf mótið niður birtist það á heimsíðu Þyts á sunnudagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 561
Gestir í gær: 126
Samtals flettingar: 3695227
Samtals gestir: 447656
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 09:34:02