24.04.2012 21:17

Nýjir keppnisjakkar

Stjórn félagsins er þessa dagana að kanna áhuga félagsmanna á því að panta nýja keppnisjakka. Fram hefur komið áhugi á að breyta lit jakkanna úr grænum yfir í svartan. Ástæðan fyrir því er að erfitt er fá græna jakka þar sem panta þarf efnið í þá erlendis frá, ásamt því að þá þarf að panta fleiri jakka í einu.
Síðustu daga hefur stjórnin verið að hringja á heimili félagsmanna en ekki hefur tekist að ná í alla og því er fólk beðið um að deila þessari frétt sem víðast.
Jakkana verður hægt að máta á morgun, miðvikudaginn 25. Apríl eftir kl. 17.00 í Lindarbergi en einnig er hægt að hringja í síma 863-7786 ef fólk vill máta fyrr um daginn. Jafnframt verður hægt að máta jakkana fimmtudaginn 26. Apríl til kl. 19.00 á Lækjamóti hjá Vigdísi


 

Stjórn Þyts

Flettingar í dag: 357
Gestir í dag: 136
Flettingar í gær: 370
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 4106011
Samtals gestir: 495223
Tölur uppfærðar: 25.11.2020 13:50:55