11.06.2012 20:30

Þjóðbúninga- og hestamannamessa

Frá messureið til Breiðabólsstaðarkirkju í júlí 2011.


Þjóðbúninga- og hestamannamessa verður haldin í Staðarbakkakirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní nk. kl. 11. Messan er sameiginleg fyrir Breiðabólsstaðar- og Melstaðarprestaköll og sóknarprestar beggja prestakalla þjóna í messunni. Félagar úr kór Melstaðar- og Staðarbakkasókna og kirkjukór Hvammstanga leiða sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.

Hestamenn leggja upp frá reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga kl. 9 árdegis og halda fram að Ósi og þaðan sem leið liggur Miðfjarðarárbakka fram að Staðarbakka. Hestarnir eru geymdir í gerði við fjárhúsin á meðan sungin er messa og messukaffi drukkið sunnan undir kirkjuvegg. Eftir messu fara allir aftur á bak og halda sömu leið út á Hvammstanga endurnærðir á sál og líkama.


Flettingar í dag: 272
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 8508
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 3704396
Samtals gestir: 447852
Tölur uppfærðar: 12.12.2019 13:52:40