07.11.2012 10:54

Námskeið á vegum æskulýðsnefndar í vetur

Æskulýðsnefnd Þyts ætlar að bjóða upp á nokkur námskeið í vetur. Það ræðst af þátttöku hvort námskeiðin verða, en af viðbrögðum að dæma þá er líklegt að þau verði öll haldin. Vinsamlegast skráið ykkur á þau námskeið sem þið viljið vera á fyrir lok nóvember. (Þeir sem skráðu sig á uppskeruhátíðinni eru nú þegar komnir á blað)

Námskeiðin eru:

Byrjendahópur, 9 ára og yngri. 10 skipti á laugardögum frá kl. 11-12, verð kr. 2.000. Ábyrgðarmenn og leiðbeinendur Alla Einars og Helga Rós

Reiðþjálfun minna vanir. 2 bóklegir tímar og 10 verklegir tímar. Hefst í byrjun febrúar. Verð kr. 6.500.

Reiðþjálfun meira vanir. 2 bóklegir tímar og 10 verklegir tímar. Hefst í byrjun febrúar. Verð kr. 6.500.

Keppnisþjálfun. 10 verklegir tímar. Verð 6.000 kr.

Knapamerki 2. Bóklegir tímar eru núna fyrir áramót og eru nú þegar byrjaðir. Verklegir tímar verða eftir áramót.

Fimleikar á hesti. 2 pláss laus eftir áramót. Verð 10.000. Ábyrgðarmenn og kennarar Irina og Kathrin.

 

Skráningar og nánari upplýsingar sendist í netfangið thyturaeska@gmail.com

 

Æskulýðsnefndin

Guðný Helga, Þóranna, Helga Rós, Irina Kamp og Þórdís Helga

Flettingar í dag: 1919
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 937247
Samtals gestir: 49496
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 18:00:10