28.11.2012 13:22

Fyrsta námskeið vetrarins!

 

Þá er komið að því, nú drífum við af stað fyrsta námskeið vetrarins en það er frumtamningarnámskeið.

Kennsla verður í höndum Þóris Ísólfssonar reiðkennara.    Námskeiðið skiptist í 2 bóklega tíma + 12 verklega, og mun það ná yfir 4-6 vikna tímabil.  Þáttakendur koma með sitt eigið trippi.  Byrjað verður á bóklega hlutanum fimmtudaginn 6.desember kl. 20:00  í Þytsheimum.  Þá verður einnig nánari tilhögun námskeiðsins rædd og skipulögð.

Verðið á námskeiðinu verður  +/- 30.000kr.

Skráning fer fram hjá Öldu í síma:847 8842 eða Maríönnu í síma: 896 3130 eða á netfangið mareva@simnet.is .

Skráningu þarf að vera lokið fyrir þriðjudagskvöldið 4. desember.  Þið sem höfðuð sýnt þessu námskeiði áhuga: Vinsamlegast staðfestið þáttöku.smiley

Nýtið ykkur nú þetta frábæra tækifæri, höfum gagn og umfram allt gaman af!

Fræðslunefnd Þyts

 

 

 

Flettingar í dag: 4344
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 962
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 970871
Samtals gestir: 50685
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:29:55