01.12.2012 21:34

Aðventan byrjar vel hjá hestamönnum

Í dag 1.desember var margt um að vera á Hvammstanga. Jólamarkaðir voru bæði í félagsheimilinu og í reiðhöllinni þar sem margt fallegt mátti sjá og versla.  Auk þessa voru þrjár áhugaverðar sýnikennslur í Þytsheimum og voru margir fróðleiksþyrstir hestamenn mættir til að sjá og heyra. Við Þytsmenn megum vera stolt af okkar félagsmönnum sem vinna frábært starf í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Allir eru duglegir að mæta og að baki hverjum viðburði eru fjölmörg störf félagsmanna unnin í sjálfboðavinnu, það ber að þakka.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum í dag sem er góð byrjun á spennandi vetrarstarfi í Þytsheimum.

fjölmargir komu á markaðinn í Þytsheimum

 

Þórarinn Eymundsson (Tóti) sýnir líkamsbeitingu af innlifun

Góð mæting var á sýnikennslurnar
Flettingar í dag: 1739
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 937067
Samtals gestir: 49496
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:28:50