07.01.2013 10:52

Þrettándagleðin

 

Í gær fór fram Þrettándagleði sem æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Þyts stóð fyrir. Farið var í hópgöngu/reið frá Pakkhúsi KVH upp í reiðhöllina Þytsheima. Huldufólk fór fyrir göngunni og fylgdu nokkrir mennskir á hestum í kjölfar þeirra. Svo voru býsna margir sem tóku þátt á tveimur jafnfljótum eða hjólhestum, sumir voru með hundana sína með í bandi og voru þeir auðvitað hinir prúðustu líkt og eigendur þeirra. Í hópnum mátti einnig sjá jólasveina, Grýlu og Leppalúða, sem að venju voru nú svolítið rugluð. Stoppað var við sjúkrahúsið og nokkrir jólasöngvar sungnir. Í Þytsheimum var fólki boðið upp á hlaðborð kræsinga og kakó, sem veitinganefnd Þyts og foreldrar í æskulýðsstarfinu stóðu fyrir, börnum var boðið á hestbak og Elinborg Sigurgeirsdóttir og Helga Rún Jóhannsdóttir spiluðu nokkur lög á harmonikkur og gestir sungu með.

 

Myndir eru komnar af hátíðinni í myndaalbúm heimasíðunnar.

Viljum við í nefndinni þakka öllum kærlega fyrir komuna og aðstoðina við að gera gleðina sem mesta. Einnig þökkum við sveitarfélaginu Húnaþingi vestra fyrir veittan styrk til að geta staðið fyrir hátíðinni og gert hana skemmtilega.

Flettingar í dag: 509
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965295
Samtals gestir: 50517
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:00:08