23.01.2013 20:02

Húnvetnska liðakeppnin 2013

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fjórgangur og verður haldið föstudaginn 8. febrúar nk.

 

Stóra breytingin frá því í fyrra er að lið 4, Austur-Húnvetningar sáu sér ekki fært að mæta með lið en vonandi sjáum við sem flesta koma og keppa með einhverjum af hinum liðunum. Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni. Sjá nánar um keppnina í reglunum hérna fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt video sem Eydís Ósk tók saman og er smá upprifjun á fjörinu í liðakeppninni smiley

 

 

Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða:

8. febrúar - Fjórgangur
23. febrúar - Smali og skeið
15. mars - Fimmgangur og tölt T7 í 3. flokki og T3 í unglingaflokki
5. apríl - Tölt T3 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt)

Sjá nánar um töltgreinarnar hér: http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf   bls 83



Reglur keppninnar árið 2013:

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1., 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils en keppendur mega hækka sig um flokk hvenær sem er á tímabilinu, en aðeins hækka sig. Ef knapi velur að hækka sig getur hann ekki lækkað sig aftur á tímabilinu. Þetta hefur þau áhrif í einstaklingskeppninni að knapi getur ekki flutt með sér stig á milli flokka.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema að hann hafi verið skráður félagsmaður í Neista eða Þyt fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar, þ.e. 8. febrúar 2013.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 14 stig
2. sæti - 12 stig
3. sæti - 11 stig
4. sæti - 10 stig
5. sæti - 9 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 8 stig
7.sæti - 7 stig
8.sæti - 6 stig
9.sæti - 5 stig
Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 10 stig
2. sæti - 8 stig
3. sæti - 7 stig
4. sæti - 6 stig
5. sæti - 5 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

 Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. (flokkurinn er ætlaður fyrir knapa sem eru minna keppnisvanir)
Stig í úrslitum eru gefin þannig:
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Barna- og unglingaflokkur (17 ára og yngri, fædd 1995 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 6 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Skeið:

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:
 

Liðakeppni: einstaklingskeppni:

1.sæti - 10 stig         5 stig
2.sæti - 8 stig           4 stig
3.sæti - 7 stig           3 stig
4.sæti - 6 stig           2 stig
5.sæti - 5 stig           1 stig
6.sæti - 4 stig           1 stig
7.sæti - 3 stig           1 stig
8.sæti - 2 stig           1 stig
9.sæti - 1 stig           1 stig


Smalinn:

Reglur smalans:

Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

 

BÆJARKEPPNI

 

Í ár verður boðið uppá nýjung samhliða liðakeppninni sem fengið hefur nafnið, bæjarkeppni.

Stutt lýsing: Bæjarkeppni er keppni þar sem ræktunarbú, hesthús, kvenfélög eða hvaða hópur sem er, býr til 4 manna lið. Hvert lið þarf að innihalda einn knapa í hvern flokk, ekki er gerð krafa að sömu knapar keppi fyrir sama liðið allan tímann (það má rótera á milli liða á milli móta), liðskipan í bæjarkeppninni er ekki bundin af liðunum í liðakeppninni t.d. getur eitt liðið innihaldið knapa úr öllum liðum liðakeppninnar (lið 1, 2 og 3). Bæjarkeppnin er sjálfstæð keppni samhliða liðakeppninni og hefur engin áhrif á stigaútreikning hennar, stigin eru jöfn í öllum flokkum frá 9 niður í 1 stig en aðeins gefin stig fyrir úrslit. Áður en hvert mót hefst verður að vera búið að skila inn til mótshaldara hverjir keppa fyrir liðið, fyrir alla mótaröðina kostar 3.000 fyrir liðið að taka þátt. Þessi nýjung er tilvalin til að peppa upp mannskapinn fá fleiri lið til að spreyta sig saman.

 

Flettingar í dag: 721
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965507
Samtals gestir: 50519
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 21:54:19