25.01.2013 14:41

Ísmót á Gauksmýrartjörn


Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda
 sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn laugardaginn 2. febrúar nk og hefst mótið kl 13:30. Ísinn er spegilsléttur og frábær til útreiða að sögn Jóhanns sem var nýbúinn að prufa hann áður en auglýsingin var sett inn !!!
 

 

Keppt verður í tölti í 3 flokkum:

1.  1.flokki

2.  2.flokki

3.  Barna og unglingaflokki.

5 keppendur í úrslit i öllum flokkum.
 

Einnig verður keppt í unghrossaflokki ef næg þátttaka næst, en það eru hross fædd á árunum 2008 og 2009 sem eiga þátttökurétt. Þetta verður 4 ferðir (2 fram og til baka), frjáls reið.

 


Skráning hjá Kollu á netfangið kolbruni@simnet.is. Lokaskráningardagur er  föstudagurinn 1. febrúar, skráningargjald er 1.000.- hver skráning og má leggja inn á 0159-26-001081 kt. 550180-0499.

Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992 eða Kollu í síma 863-7786

Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir.

Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri.


Allir að mæta og taka þátt í fyrsta móti ársins og hafa gaman saman.


Ef fella þarf mótið niður birtist það á heimsíðu Þyts á laugardagsmorgun.

                                                                             

Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur

 

 

Flettingar í dag: 560
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 961388
Samtals gestir: 50293
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:06:47