17.02.2013 22:01

Húnvetnska liðakeppnin - Smali og skeið

SMALI/SKEIÐ er næsta mót liðakeppninnar, mótið verður haldið laugardaginn 23. febrúar nk og hefst kl. 13.00

Skráning er á netfang kolbruni@simnet.is fyrir miðnætti miðvikudagskvöld 20. febrúar. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur, IS númer, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er. Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. Skráningargjöld í skeið eru 1.000 kr.  Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inná reikning Þyts 0159-15-200343 kt. 550180-0499.

Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1996 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki. Í 1. og 2. flokki fá 9 hestar að fara brautina aftur en 5 hestar fara brautina aftur í úrslitum í 3. flokki og unglingaflokki.

Skeið:

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og
einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:

            Liðakeppni: einstaklingskeppni:

1.sæti - 10 stig         5 stig
2.sæti - 8 stig           4 stig
3.sæti - 7 stig           3 stig
4.sæti - 6 stig           2 stig
5.sæti - 5 stig           1 stig
6.sæti - 4 stig           1 stig
7.sæti - 3 stig           1 stig
8.sæti - 2 stig           1 stig
9.sæti - 1 stig           1 stig

Bæjarkeppnin er eins út allar keppnina, stigin eru frá 9 og niður í 1 í öllum flokkum.


Smalinn:

Reglur smalans:


Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

Brautin verður eins og í fyrra nema við síðustu tunnu sem er í horninu fyrir lokaferðina, þar verður veifa ofan á tunnunni sem knapar þurfa að ná og taka með sér í mark.

Aðgangseyrir er 500 kr og frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

Smá upprifjun frá smalakeppnum sem Eydís tók saman:




Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar

Flettingar í dag: 2537
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 940426
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 16:35:31