12.06.2013 18:17

Nokkrar hugmyndir í tengslum við Fjórðungsmót

 

Komið hefur upp hugmynd að fá flutning fyrir hross á Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum og veita þannig félagsmönnum tækifæri til að taka þátt í t.d fjörureið og setningarathöfn.

Einnig væri þá hægt að nýta bílinn til að fá flutning heim fyrir hross ef einhverjir hefðu áhuga á að fara ríðandi á mótsstað en vildu fá far heim.

Hægt er að fá bíl sem tekur 16-20 hross og kostar 127.000.-kr.  Þannig að ef t.d 16 hross eru á bílnum báðar leiðir þá kostar flutningurinn samtals um 8.000.- kr pr. hest fram og til baka. 

Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur flutning sem þennan eða viljið fá frekari upplýsingar endilega hafið samband:

isolfur@laekjamot.is (Vigdís)

 

Viljum minna félagsmenn á að hægt er að kaupa barmerki og bindi félagsins hjá Kollu. 

 

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 394
Gestir í gær: 106
Samtals flettingar: 3706208
Samtals gestir: 448322
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 12:57:24