07.07.2013 17:45

Freyðir og Ísólfur sigruðu B-flokkinn á FM

mynd: Hestafréttir.is

Þá er Fjórðungsmótinu lokið í dag voru úrslit í A og B flokki. Freyðir frá Leysingjastöðum og Ísólfur sigruðu B-flokkinn með 9,01 í einkunn. Glæsilegt það og þvílíkt spennandi keppni um fyrsta sætið en Stimpill frá Vatni og Jakob Svavar Sigurðsson voru í 2 sæti með einkunnina 8,99. Freyðir var valinn hestur mótsins.
Ísólfur kom einnig Kristófer frá Hjaltastaðahvammi í úrslit en James reið honum þar og enduðu þeir sjöundu.
Í A flokki urðu síðan Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá og Ólafur Ásgeirsson í 2. sæti með einkunnina 8,58 en þeir sigruðu B-úrslitin í gær.
Mótið gekk í heildina vel þrátt fyrir að veðrið hafi sett stóran strik í reikninginn en ekki er víst hægt að stjórna því. Þytsfélagar stóðu sig frábærlega á mótinu, mjög margir í úrslit og aðrir óþarflega nálægt þeim. Þökkum frábæra helgi og innilega til hamingju með árangurinn knapar.


B-flokkur - A-úrslit


1 Freyðir frá Leysingjastöðum II / Ísólfur Líndal Þórisson 9,01
2 Stimpill frá Vatni / Jakob Svavar Sigurðsson 8,99
3 Svalvör frá Glæsibæ / Kjartan Guðbrandsson 8,76
4 Dreyri frá Hjaltastöðum / Sigurður Sigurðarson 8,75
5 Roði frá Garði / Bjarni Jónasson 8,61
6 Sleipnir frá Kverná / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,60
7 Kristófer frá Hjaltastaðahvammi / James Bóas Faulkner  8,51
8 Þytur frá Skáney / Randi Holaker 8,48



A-flokkur - A-úrslit

1 Forkur frá Laugavöllum / Sveinn Ragnarsson 8,62
2 Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá / Ólafur Ásgeirsson 8,58
3 Villi frá Gillastöðum / Jakob Svavar Sigurðsson 8,56
4 Kunningi frá Varmalæk / Líney María Hjálmarsdóttir 8,56
5 Atlas frá Lýsuhóli / Lárus Ástmar Hannesson 8,55
6 Laufi frá Skáney / Haukur Bjarnason 8,52
7 Djásn frá Hnjúki / Elvar Einarsson 8,50
8 Gáta frá Ytra-Vallholti / Bjarni Jónasson




Flettingar í dag: 990
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 1500
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 958575
Samtals gestir: 50213
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:53:21