14.07.2013 23:58

Þýskalandsferðin 11. - 17. júlí hjá hestafimleikakrökkunum



Ritari síðunnar fékk fréttir frá hópnum sem fór til Þýskalands í dag, en A-hópur krakkanna sem er að æfa hestafimleika hjá Þyt fóru út 11. júlí sl og verður hópurinn í viku úti. Ferðin er skipulögð af þjálfurum hestafimleikanna, þeim Irinu og Kathrinu og stóðu þær fyrir ferðinni og völdu hópinn. Síðan tók hópurinn sig saman og safnaði fyrir ferðinni og fékk styrki.
Hópurinn hefur fengið tækifæri til að æfa á stórum hestum eins og krakkarnir í Þýskalandi æfa hestafimleika sem er örugglega svolítið öðruvísi en á íslenska hestinum og skemmtilegt að prufa. Í dag fóru þau svo til Munchen til að horfa á úrtöku fyrir heimsmeistaramót í hestafimleikum sem var mikil upplifun. Veðrið er búið að vera frábært allan tímann frá 26 - 28 stiga hiti og sól.

Hér fyrir neðan má sjá frétt frá Telmu og Rakel Ósk sem þær skrifuðu í gær, en þær eru í hópnum sem fór út.


Hópurinn sem for til þýskalands samanstendur af 13 krökkum á aldrinum 7-17 ára, svo eru 4 fullorðnir med okkur, þær Írena, Kathrin, Alla og Eva. Flugið okkar var eldsnemma um morguninn og voru allir mættir hressir og kátir à völlinn. Flugið gekk vel nema sumir urðu flugveikari en aðrir...vorum vid mætt til Munchen um hádegisbil. Á móti okkur tòku dúndurhressir þjálfarar, mòðir og bróðir Kathrinar. Við vorum keyrð yfir ì bæinn fürstenfeldbruck þar sem við gistum annarsvegar hjá móðir Kathrinar og hins vegar hjà bróðir henmar. Mótökurnar voru æðislegar og greinilegt að vel hefur verið undirbúin koma okkar á fimmtudaginn var farið í hjólatúr í skóg nærri okkur þar sem buslað var í ánni og allir skemmtu sér vel. Þegar heim var komið skoðum við húsin og allir komu sérvel fyrir, eftir það fengum við að fara inn a jarðaberjakur og týna þvílíkt magn af jarðaberjum fyrir okkur Föstudagurinn einkenndist svo af spennu og upplifun nýrra hluta. Við hjóluðum í klifurgarðinn Kletterinsel þar sem allir gátu farið í klifurþrautir við sitt hæfi. Það má segja að þar hafi taugarnar verið þandar til hins ýtrasta. Þegar heim var komið fylltum við á tankinn, það er svo sannarlega passað upp á það að við fáum alltaf nóg að borða og að öllum líði sem best stefnt var á fyrstu æfingu á stórum hesti um 4 leytið og vorum við keyrð í annan bæ, allir brattir og tilbúnir í ævintýri. Æfingin var í ca tvo tíma og var hellingur af þýskum krökkum með okkur. Eftir æfinguna var sameiginlegur matur og vorum við komin heim um 8 leytið. Laugardagsmorguninn hófst svo dagurinn eins og vanalega á hlaðborði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skunduðum við svo í líkamsræktarstöð með þjálfaranum Cris, þar gerðum við allskonar fimleikæfingar og skemmtilegheit. Hàdegismaturinn var svo 'heima' og fóru síðan flestir í smá hjólatúr með viðkomu í ánni góðu. Síðan fórum við aftur á æfingu með þýskum krökkum, það var haldin gaman keppni þar sem öllum var blandað saman í hópa og undirbúin var lítil sýning. Þarna töluðum við mikið saman og var ótrúlegt að sjà hversu vel það gekk miðað við tungumálakunnáttuna eftir æfinguna var hlaðborð í hesthúsahverfinu sem samanstóð af æðislegum kræsingum meðal annars grilli, kökum og ýmsu fleira. Veðrið hefur aldeilis. leikið við hvern sinn fingur meðan við höfum verið hérna! Sól frá morgni til kvölds og hiti alltaf yfir 20 stig. Þó svo ferðin sè ekki einu sinni hálfnuð eigum við enn eftir að fara til Munchen til að horfa á úrtöku fyrir heimsmeistaramót í hestafimleikum og ýmsu fleiru, fara í dýragarð og menningarferð

Fyrir hönd hópsins
Rakel Ósk og Telma Rún


Flettingar í dag: 261
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 548
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 965047
Samtals gestir: 50513
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 10:36:16