27.08.2013 13:41

Haustverkin

Nú þegar hausta tekur er mikilvægt fyrir hesteigendur að hafa nokkra hluti í huga. Flest hross eru í haga á haustin og mikilvægt er að hlúa vel að þeim til að fyrirbyggja að ekki þurfi að eyða tíma og fjármunum í að bata þau þegar þau eru tekin á hús.

Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ormalyf: Nauðsynlegt er að gefa hrossum reglulega ormalyf, en flestir gefa hrossum inn tvisvar til þrisvar á ári oftast að vori og hausti. Mælt er með því að gefa hrossum ormalyf þegar þau skipta um haga og áður en þeim er sleppt.
  • Draga undan: Góð hófhirða er mikilvæg og ekki síst er mikilvægt að draga rétt undan hrossum og klippa rétt. Sé þetta ekki gert rétt er hætta á aflöguðum hófum og jafnvel hófsperru.
  • Eftirlit: Mikilvægt er að fylgjast vel með hrossum á haustin, en holdarfar þeirra og heilbrigði getur breyst mikið á stuttum tíma. Falli hross hratt að hausti eru miklar líkur á holdhnjóskum, en svo virðist sem vætutíð fari sérstaklega illa í hross.
  • Skipta í fóðrunarhópa: Mikilvægt er að skipta stærri stóðum í hópa eftir holdafari, því hvorki er gott að hross verði of feit eða of mögur. Gott er t.d. að hafa folaldshryssur og tryppi aðskilin frá geldhrossum því fóðurþörf þeirra er mjög misjöfn.
  • Aðgangur að vatni: Öll hross eiga að hafa tryggt aðgengi að vatni og rétt er að hesteigendur gangi úr skugga um að svo sé.
  • Skjól: Gott skjól sparar fóður því að hross sem hýma úti án skjóls þurfa meira fóður, en í reglugerð um aðbúnað hrossa segir að öll hross eigi að hafa aðgengi að skjóli, ýmist manngerðu eða náttúrulegu.

Ráðunautar RML og fulltrúar Matvælastofnunar veita nánari upplýsingar um reglur um aðbúnað og fóðrun hrossa, en hér fyrir neðan er reglugerðin um aðbúnað hrossa:

Reglugerð

Flettingar í dag: 1797
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939686
Samtals gestir: 49515
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:36:09