18.10.2013 22:25

Karítas Aradóttir næst á mælendalistanum :)


Karítas með aðalkeppnishestana sína Gyðju tv og Gylmir th.

Nafn: Karítas Aradóttir.

Skóli: Grunnskóli Húnaþings Vestra.

Uppáhaldsdrykkur:
Fanta.

Uppáhaldsmatur:
Lambalæri.

Hvenær ætlar þú að taka inn?
Ábyggilega um áramótin fyrir liðakeppnina ef hún verður og Grunnskólamótin.

Hvað finnst þér vera það besta við hestamennskuna: Þjálfa, ríða út og svo keppa þegar maður er búin að undirbúa hestinn undir það Bros

Hver er skemmtilegasti hestur sem þú hefur þjálfað og af hverju? Það eru margir góðir, en held að Gyðja standi nú upp úr þar sem ég hef þjálfað hana svo lengi og keppt mikið á henni. Svo lærði ég mikið á að þjálfa Gylmi síðastliðinn vetur og vor.

Hefur þú áhuga á ræktun? Ef svo er hver er uppáhalds stóðhesturinn þinn og af hverju?
Já, ég á engan uppáhalds stóðhest en ég hélt mikið upp á Al frá Lundum því mér finnst hann bara svo skrefstór og flottur, en hann er náttúrulega kominn út til útlanda. En svo eru margir aðrir sem ég held upp á eins og Auður frá Lundum, Stáli frá Kjarri og Arður frá Brautarholti.

Hvað er skemmtilegasta atriði sem þú hefur tekið þátt í á sýningum með Þytsfélögum?
Atriðið Pink ladies sem við sýndum á Stórsýningu Þyts og Æskan og hesturinn síðastliðið vor.

Finnst þér gaman að keppa? Einhver árangur sem stendur upp úr? Já mjög, Fjórðungsmótið í sumar er eitt af því sem stendur upp úr hjá mér :)

Hver er helsta fyrirmyndin þín í hestamennskunni:
Ég á enga sérstaka fyrirmynd. Heldur frekar nokkrir sem ég lít upp til.

Eitthvað sem mætti bæta við æskulýðsstarfið? Ég held bara ekki, bara mjög gott eins og það er núna. En það væri gaman að hafa fleiri mót yfir veturinn :)


Pink ladies :)
Flettingar í dag: 1329
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 2561
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 939218
Samtals gestir: 49514
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:04:04