13.12.2013 10:37



Komnar eru dagssetningar fyrir mót vetrarins. 8. feb fjórgangur, 22. feb smali/skeið, 15. mars fimmgangur/tölt 5. apríl tölt.
Á félagsfundi í nóvember var ákveðið að halda áfram með liðakeppni og kallað var eftir nýju fólki í nefndina (ef einhvern langar að starfa í nefndinni endilega hafið samband við Þórdísi eða Kollu). Síðan mun ný nefnd funda og koma með sínar tillögur og breytingar ef einhverjar verða, í byrjun janúar.

Einnig er komin dagssetning fyrir ísmót á Gauksmýri, en áætlað er að halda ísmótið laugardaginn 25. janúar nk.

Kæru félagar einnig vantar fólk í aðrar nefndir, meðal annars mannvirkjanefnd, sýninganefnd og firmakeppnisnefnd, einnig vantar stjórnarmenn í stjórn Þytsheima, endilega hafið samband við einhvern í stjórn Þyts ef þið viljið starfa í nefndum og vera með í fjörinu. Starfssemi félagsins byggir nefnilega á félögunum og þátttöku þeirra og því miður hefur gengið illa að fá fólk til að starfa í ákveðnum nefndum.

Flettingar í dag: 1028
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 4666
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 936356
Samtals gestir: 49492
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:32:30