04.01.2014 10:59

Þrettándagleði

 

Þrettándagleði verður haldin mánudaginn 6. janúar nk. kl. 17:00

Farið verður frá Pakkhúsplani KVH á Hvammstanga kl: 17:00. Álfakóngur, álfadrottning, hirðmeyjar ásamt Grýlu, Leppalúða og jólasveinum leiða gönguna upp í reiðhöllina Þytsheima. Stoppað verður við sjúkrahúsið og sungnir áramótasöngvar.
Í Þytsheimum munu jólasveinar, Grýla og Leppalúði syngja og tralla með okkur og börnunum boðið á hestbak.


Foreldrar barna í æskulýðsstarfinu bjóða upp á kökur og brauðmeti og veitinganefnd Þyts býður upp á kaffi og kakó.

Vonumst til að sjá sem flesta á hestum og gangandi og eigum góða stund saman.


Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts.

 

 

Ps: ef veðurútlit verður vont gæti dagskráin breyst, það verður þá auglýst

á heimasíðu Þyts: thytur.123.is


 Ágætu íbúar vinsamlegast skjótið EKKI upp flugeldum á meðan gangan fer fram, þar sem hross geta auðveldlega fælst og valdið slysum.

 

Flettingar í dag: 1170
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 3243
Gestir í gær: 123
Samtals flettingar: 961998
Samtals gestir: 50304
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 08:50:36